Bók um getnað, meðgöngu, fæðingu & sængurlegu

Kviknar er tímalaust uppflettirit, sambland af fræðilegum upplýsingum, reynslusögum og svörum við algengum spurningum. Kviknar er virkilega eigulegt verk og ómissandi eign fyrir verðandi og verandi foreldra eða tilvalin gjöf handa þeim.

„Ég hafði áhyggjur af því að gleyma eldra barninu mínu þegar hið nýja kæmi. Raunveruleikinn varð sá að ástin bara tvöfaldaðist. Þetta er minna mál en maður heldur. Gott er samt að gefa hinum börnunum reglulega tíma með þér einni líka.“

– Móðir.

„Ég heyrði sögu ganga um hvernig þú getur komist að því hvort kynið það er. Ef þú pissar á matarsóda freyðir ef það er strákur en freyðir ekki ef það er stelpa. Skemmtileg tilraun í besta falli.“

– Móðir.

„Ég fór með í mæðraskoðanir, sónarskoðanir og var með í fæðingum en var ekki einu sinni spurður hvernig mér leið. Kannski er það ekkert skrítið en mér fannst það ekki þægilegt, þetta er líka mitt barn, ég var líka að verða foreldri.“

- Faðir.

„Ég spáði aldrei neitt í því, hvort píkan á konunni minni væri öðruvísi. Mér finnst píka bara magnað líffæri, og endalaust dularfull.“

– Faðir.

„Maður vissi alveg hvenær maður var að búa til barn. Það var engin pilla eða svoleiðis, ég fylgdist bara með egglosi og það gerðist.“

– 89 ára, fimm barna móðir

Það hjálpaði mér í fæðingunni, að hugsa: „Allar hinar mömmurnar gátu þetta. Ég get þetta líka!“

- Móðir.

Kærar þakkir til þín..

Við erum

Andrea Eyland Sóleyjar- og Björgvinsdóttir, hugmyndasmiður og höfundur. Aldís Pálsdóttir, ljósmyndari og Hafdís Rúnarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.

Nánar

Aldís, Andrea og Hafdís