Kviknar teymið leitar eftir viðmælendum!

Líf dafnar er núna í vinnslu og við leitum eftir viðmælendum!

Þættirnir fjalla um ferlið frá fæðingu fram yfir fyrstu 2-3 árin í lífi barns og foreldra þeirra - vertu með! Viltu treysta okkur og segja þína sögu frá hjartanu?

  • Ert þú að fara að ættleiða barn?
  • Ert þú eldri en 65 ára og vilt segja okkur frá þínum barneignum?
  • Ert þú í stórri samsettri fjölskyldu?
  • Hefur þú valið að eignast ekki börn?
  • Hefur þú ferðast miiikið með börnunum þínum? 

 

Langar þig að deila þinni reynslu eða veist þú um fólk sem vill það?

Líf dafnar er sjálfstætt framhald af Líf Kviknar. Þættirnir verða 6 talsins, einlægir, fallegir & faglega framleiddir af Glassriver

Hafðu samband á andrea@kviknar.is eða 6626464 og ræðum málin 

Hjartans kveðja

Andrea & co

1 Skilaboð

Ósk Gunnarsdóttir

Sæl Andrea. Hef átt bráðakeisara hryllilega fæðingu og svo draumafæðingu með valkeisara. Ég er í samsettri fjölskyldu og hefur það verið ansi strembið á tímum. Hef lesið mikið um stjúptengsl og sótt mörg viðtöl til Valgerðar. Væri til í að spjalla um allt og ekkert. Var í viðtali á vísi um daginn um breytingu á líkamanum og hvað andleg líðan skiptir mun meira máli á þessum fyrstu mánuðum. Maríkó Máney er 5 mánaða og er kveisubarn enþá.. það er líka visa kapituli fyrir sig…

Hlakka til að heyra frá þér ❤

Skildu eftir skilaboð

VIð kíkjum á þau áður en við birtum