Kviknar verður Líf kviknar!

Í október lifnar bókin við þegar Sjónvarp Símans sýnir sex þætti um getnað, meðgöngu, fæðingu & sængurlegu. Líf Kviknar segir sögur foreldra af ferlinu öllu og rætt er við sérfræðinga um hverju megi eiga von á.

Sagafilm framleiðir þættina en teymið sem vinnur við þáttagerðina er lítið, persónulegt og lagði allt sitt hjarta í vinnslu þáttanna.

Sigríður Þóra leikstýra á von á sínu fyrsta barni, Gussi tökumaður er sonur ljósmóður og tók á sjálfur á móti öðru barninu sínu í bíl. Álfheiður framleiðandi er barnlaus og sveiflast á milli þess að vilja barn í gær og vera smá hrædd við allt sem því fylgir. Þorleifur Kamban margra barna faðir vinnur að tökum með Gussa og sér um hönnun og grafík og Hermann klippari á þrjú börn. Toppurinn á ísjakanum er Eðvarð Egils sem sér um tónlistina, en hann á von á sínu fyrsta barni í vor.

 

Álfheiður, Gussi, Sigríður Þóra & bumbubúi, Andrea og Þorleifur.

 

kveðja,

Andrea og crew

Skildu eftir skilaboð

VIð kíkjum á þau áður en við birtum