Sagafilm og Kviknar teymið leita að viðmælendum fyrir sjónvarpsþætti

Kviknar lifnar við í samstarfi við Sagafilm!

Við erum lítill samheldinn hópur af fólki sem vinnum af virðingu við að gera fallega og faglega þætti í samvinnu við viðmælendur á dásamlegum stundum í lífi þeirra.

Við auglýsum eftir viðmælendum í tengslum við:

Upptöku á heimafæðingu og/eða undirbúningi hennar (helst þar sem systkini eru viðstödd)

Móður sem eignaðist fyrirbura og/eða brjóstagjöf gekk ekki upp

Tökur fara fram á næstu vikum og út sumarið en gert er ráð fyrir að þættirnir sem eru sex talsins fari í sýningu með haustinu. Sagafilm hefur áralanga reynslu í þáttagerð og unnið til ótal verðlauna í gegnum tíðina.

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í þessu dásamlega verkefni með okkur eða þekkir til einhverra sem hafa það, endilega hafið samband við:

Andreu Eyland - Höfund
andrea@kviknar.is

eða

Sigríði Þóru - Leikstýru
thoraasgeirs@gmail.com


Kærar kveðjur,
Sagafilm og Kviknar teymið

 

 

Skildu eftir skilaboð

VIð kíkjum á þau áður en við birtum