Ákváðum á korteri að búa til eitt enn, kannski

Samtals eigum við fjögur börn og vorum ákveðin í að láta það duga. Bóndinn pantaði tíma í herraklippingu og einungis voru tveir dagar í aðgerðina þegar við hjónin buðum vinum í humarveislu. Eftir nokkur glös af hvít­víni fóru umræðurnar að snúast um barneignir og hvenær væri nóg komið. Við sögðumst vera hætt og eftir tvo daga væri það klappað og klárt; engir fleiri sundmenn myndu leita uppi egg! vinkona mín þóttist sjá það á mér að mig langaði í eitt enn; stelpu! Gestirnir fóru og frúin játaði fyrir bónda sínum að það væri oggu­­ponsu löngun í annað barn. Bóndinn sagðist ekki afpanta tímann, ef þeim væri ætlað að eignast annað barn kæmi það undir það kvöld, þetta barn fengi aðeins einn séns! Áhættan var tekin og nokkru seinna lét frumuhrúgan vita af sér með aumum brjóstum og ofurþreytu. Hárprúð stúlka fæddist níu mánuðum síðar. Barnið var planað - með korters fyrirvara!

 

- Móðir -

 

Þessa sögu og margar fleiri er að finna í bókinni okkar Kviknar

 

Sendu mér línu ef þig langar að fá söguna þína birta hér eða í næstu útgáfu Kviknar 

andrea@kviknar.is

♥️

Kraftaverkakveðja,
- Andrea, Aldís og Hafdís

24 Skilaboð

Emerson

Pretty great post. I simply stumbled uplon your blog and wished to say that I hae really loved surfging around your weblog posts.
After all I’ll be subscribing on your rss feed and I am hoping you write again very soon!
Sòng bạc chơi miễn phí mà không cần đăng ký webpage Sòng bạc
trực tuyến bằng tiền thật

appadefly

dapoxetine[/url]

deguasT

best place to buy cialis online[/url]

deguasT
kamagra supplier[/url]
otcnfpehjo

Muchas gracias. ?Como puedo iniciar sesion?

Skildu eftir skilaboð