Notalega heimafæðingin fór ekki beint eftir planinu

Stefnan var alltaf sett á heimafæðingu. Við maðurinn minn höfðum snemma samband við heimafæðingaljósmæður og ég fann mér aðrar konur í svipuðum pælingum að spjalla við, drakk í mig sögur af heimafæðingum, kynnti mér rannsóknir og fræðigreinar og las fæðingabækur með náttúrulega nálgun. Ég undirbjó mig heil ósköp og lagði mesta áherslu á að halda hugarfarinu jákvæðu. Að líta ekki á fæðinguna sem eitthvað hættulegt, ógnvekjandi eða sjúklegt heldur eðlilegan og stórkostlegan atburð sem gæfi mér ekki aðeins barnið mitt, heldur einnig sterkari sjálfsmynd og betri sjálfsskilning. Hugarfar sem ég held að öllum verðandi mæðrum sé hollt að tileinka sér, óháð því hvar er stefnt á að fæða.

Auðvitað var ég meðvituð um að ekki eru allar fæðingar auð­ veldar eða viðráðanlegar og því alltaf möguleiki að ég þyrfti að fæða á spítala. Þetta passaði ég að muna til að verða ekki fyrir áfalli ef svo færi en reyndar gerði ég aldrei ráð fyrir öðru en fara létt með þessa fæðingu þar sem meðgangan var hreinlega til fyrirmyndar. En notalega heimafæðingin fór ekki beint eftir planinu og endaði á spítala með mænudeyfingu, sogklukku og vökudeild. Án efa hafði allur undirbúningurinn og jákvæða hugarfarið á meðgöngunni mikil áhrif á upplifun mína af fæðingunni. Framan af fannst mér fæðingin skemmtilegt verkefni og vel viðráðanlegt, þótt vissulega tæki það á.

 – Móðir

Þessa sögu og margar fleiri er að finna í bókinni okkar Kviknar

 

Sendu mér línu ef þig langar að fá söguna þína birta hér eða í næstu útgáfu Kviknar 

andrea@kviknar.is

♥️

Kraftaverkakveðja,
- Andrea

8 Skilaboð

appadefly

cialis price[/url]

xbEBTFKkCWDtfJ

krbuKahJVRf

BcxMwSXGm

dzskuSyVpURfIAC

vZYNLOWh

ZdvYfyrbwIWB

YdHZQKmeLPfjCB

aThmctOdMZe

Skildu eftir skilaboð