Kuðungur eftir kynlíf

Ég hafði séð í The Big Lebowski að kona sem vildi verða ólétt lá á bakinu eftir kynlíf, lyfti upp fótunum og hélt hnjánum upp að bringunni á sér til að auka líkur á getnaði. Ég efaðist ekkert um að þetta virkaði, enda atriði í bíómynd, þannig að kærastan mín þurfti að liggja eins og kuðungur í smástund eftir hvert skipti sem við sváfum saman. Eftir nokkra mánuði af árangurslausum tilraunum var kærastan orðin áhyggjufull. Hún hélt að annað okkar væri gallað og ákvað að senda mig í Art Medica með sæði í bolla. Eftir að hafa rætt þetta við aðra stráka í svipuðum sporum, sýnist mér sem það sé einhvers konar regla að eftir nokkra mánuði af tilraunum séum við sendir í „tjékk“ á þeim forsendum að það sé tilgangslaust að reyna og reyna ef sæðið virkar svo ekki. Við erum ekki allir á sama máli, en látum okkur hafa það að kanna málin. Á meðan við vorum að bíða eftir niðurstöðum úr sæðisrannsókninni varð kærastan ólétt. Ég man þegar hún hringdi í mig og tilkynnti mér þetta. Ég fékk örlitla kvíðatilfinningu við fréttirnar en var engu að síður mjög ánægður. Kvíðinn kom aðallega til vegna þess að við höfðum stigið skref og ekki yrði aftur snúið!

 

- Tveggja barna faðir –

 

Þessa sögu og margar fleiri er að finna í bókinni okkar Kviknar

 

Sendu mér línu ef þig langar að fá söguna þína birta hér eða í næstu útgáfu Kviknar 

andrea@kviknar.is

♥️

Kraftaverkakveðja,
- Andrea, Aldís og Hafdís

16 Skilaboð

VIcxutDAQwbkOCoM

vdnPKEWigxJaDk

Skildu eftir skilaboð