Um okkur

Aldís, Andrea og Hafdís

Andrea Eyland Sóleyjar- og Björgvinsdóttir, hugmyndasmiður og höfundur. Ég er barna-skóla, menntaskóla, námskeiðs, vinnu, háskóla og mastersgengin. Merkilegasta gráðan mín er samt sú að vera móðir. Ég á þrjár yndisfríðar stelpuhnátur sem ég dreif í að eiga á nákvæmlega fimm árum, upp á dag. Ég var svo heppin að fá þrjú bónusbörn með ástinni og nú eigum við fjölskyldan von á litlum afleggjara. Ætli Kviknar hafi ekki bara hjálpað mér að eignast svona ríkt fjölskyldulíf, blómstrar eins og bókin. Dásamlegt, ég er að springa ég er svo stolt.

Hafdís Rúnarsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. Ég er þriggja barna móðir og á nú fjögur yndisleg barnabörn. Ég starfa á Höfða heilsugæslu og fæðingardeildinni á Akranesi og sinni heimaþjónustu við sængurkonur. Einnig starfaði ég sem ljósmóðir í Hong Kong í rúm tvö ár sem var ótrúlega gefandi og skemmtilegur tími. Mér finnst það forréttindi að geta starfað í öllu fæðingarferlinu, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu.

Aldís Pálsdóttir, ljósmyndari. Ég lærði í Danmörku og vann í kjölfarið með hinum virta ljósmyndara Steen Evald í nokkur ár. Ég flutti heim til Íslands 2009 og hef starfað sjálfstætt, unnið með íslenskum hönnuðum og tekið virkan þátt í íslenskri tímaritaútgáfu. Ég á tvö börn og er asnalega vandvirk meyja. Markmið mitt í lífinu er að gera betur.

Þorleifur Kamban Þrastarson, grafískur hönnuður, fyrst og fremst reyni ég að vera góður pabbi. Er hættur að telja börnin, en á von á einu kríli í viðbót, bara gaman.

Guðrún Línberg Guðjónsdóttir, móðir tveggja drengja. Ég er prófarkalesari með BA-gráðu í íslensku og er á lokaspretti meistaranáms í íslenskri málfræði. 

Kviknar er gefin út af Eyland & Kamban.