Kviknar
Kynningarverð
Verð
4.900 kr
Listaverð
8.900 kr
Kviknar er hispurslaust, skemmtilegt og svalandi fræðirit um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Hún er stútfull af reynslusögum íslenskra foreldra, góðum ráðum og frásögnum af skemmtilegum og erfiðum atvikum sem foreldrar upplifa í ferlinu öllu.
Hefur þú velt fyrir þér hvort píkan þín sé öðruvísi eftir barnsburð, hvort þú verðir með gyllinæð að eilífu, hvers vegna þig langi aldrei í kynlíf eða hvar þú mögulega getir fætt barnið?
Kviknar svarar ótal spurningum sem brenna á verðandi foreldrum og hvetur til umræðu um feimnismál sem þeir finna oft fyrir. Hún inniheldur fjóra kafla, getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu og er fjallað ítarlega um ferlið í hverjum og einum þeirra.
Hefur þú velt fyrir þér hvort píkan þín sé öðruvísi eftir barnsburð, hvort þú verðir með gyllinæð að eilífu, hvers vegna þig langi aldrei í kynlíf eða hvar þú mögulega getir fætt barnið?
Kviknar svarar ótal spurningum sem brenna á verðandi foreldrum og hvetur til umræðu um feimnismál sem þeir finna oft fyrir. Hún inniheldur fjóra kafla, getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu og er fjallað ítarlega um ferlið í hverjum og einum þeirra.
Kviknar er fyrsta bók sinnar tegundar á Íslandi og er ómissandi eign fyrir verðandi foreldra eða tilvalin gjöf til þeirra frá ömmu og afa, systkinum eða vinum. Hún er tæplega 200 blaðsíður að lengd og er sérstaklega falleg, harðbóka útgáfa sem unir sér vel á borðum landsmanna. Kviknar er í boði í sérvöldum verslunum og hér á vefsíðunni.
Fyrst um sinn er Kviknar í boði á íslensku en markmiðið er að færa hana yfir á fleiri tungumál, í það minnsta ensku.